Evrópusambandið lýsir áhyggjum af morðinu á George Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 12:07 Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Vísir/EPA Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár. Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár.
Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57
Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31