Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 12:33 Katla Rut varð Dúx í MR á föstudag. Vísir/Aðsend „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum. Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira