Erlent

Listamaðurinn Christo er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Listamaðurinn Christo.
Listamaðurinn Christo. AP/Brennan Linsley

Listamaðurinn Christo, sem er heimsþekktur fyrir að þekja frægar byggingar og kennileiti, er dáinn. Hann var 84 ára gamall og dó á heimili sínu í New York í gær. Samkvæmt tilkynningu á Facebooksíðu listamannsins dó Christo af eðlilegum orsökum.

„Christo lifði lífsins til hins ítrasta,“ segir í tilkynningunni. Hann hét fullu nafni Christo Vladimirov Javacheff og fæddist í Búlgaríu árið 1935.

Hann vann náið með eiginkonu sinni og létu þau meðal annars þekja þinghúsið í Berlín árið 1995 og Pont-Neuf rúna í París árið 1985. 

Nokkur listaverk þeirra eru enn í bígerð og stendur til að klára það. Þau höfðu undirbúið að þekja Sigurbogann í París á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×