Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2020 06:55 Árni Bragason landgræðslustjóri: „Þetta er ekkert rosalega stórt skref.“ Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11