Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2020 06:55 Árni Bragason landgræðslustjóri: „Þetta er ekkert rosalega stórt skref.“ Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11