Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 14:48 Frá óeirðunum í Minnesota í nótt. AP/John Minchillo Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira