Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 11:07 Li Keqiang forsætisráðherra Kína, á stórum sjónvarpsskjá í Hong Kong. EPA/JEROME FAVRE Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong. Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong.
Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19
Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57
Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57
Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21