Ferðaviljinn - ætla þeir að koma? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. maí 2020 16:00 Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar