Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 19:04 Þessi mynd lak á netið og virðist sýna nýja landsliðstreyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30