Íslenski boltinn

Pétur hættur við að hætta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur Viðarsson hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með FH.
Pétur Viðarsson hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með FH. vísir/bára

Pétur Viðarsson er hættur við að hætta og mun spila með FH í sumar. Hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hefur snúist hugur og FH-ingar munu því njóta krafta hans á komandi tímabili.

Pétur, sem er 32 ára, hefur leikið með FH allan sinn feril fyrir utan tímabilið 2008 þegar hann lék með Víkingi R.

Á síðasta tímabili lék Pétur nítján leiki í Pepsi Max-deild karla þar sem FH endaði í 3. sæti.

Pétur hefur alls leikið 176 leiki í efstu deild og skorað fimm mörk. Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Fimfélaginu.

FH mætir HK í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deild karla laugardaginn 13. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×