Að erfa hlutabréf Svanur Guðmundsson skrifar 25. maí 2020 16:35 Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf. Í því réttarríki sem við lifum núna hefur löggjafinn nokkurn viðbúnað til að tryggja að allt fari eftir settum reglum þó að kaldhæðnir menn hafi stundum á orði að ríkið sé fyrsti syrgjandinn þegar kemur að uppgjöri arfs. Þannig hefur skapast hefð fyrir því að þegar verðmæti fara á milli kynslóða mætir ríkisvaldið og það mun mæta aftur næst þegar sami arfur gengur milli næstu kynslóða. Ef arfurinn ávaxtast lítið þá mun allt að endingu hverfa til ríkisins. Þannig má segja að það sé erfingi allra erfingja enda aðeins tvennt öruggt í lífinu; skatturinn og dauðinn. Við getum haft skoðun á því hve sanngjarnt þetta kerfi er en hér hefur myndast sátt um að hafa lagalega umgjörð um erfðamál sem allir Íslendingar þurfa að gangast undir. Nú hefur verið upplýst að eigendur eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hafa ákveðið að færa eignarhlut sinn í fyrirtækinu til afkomenda sinna. Það er gert fyrir opnum tjöldum og öllum reglum fylgt þannig að ríkiserfinginn fái nú örugglega sinn hlut, sem hann mun líka fá næst og svo aftur koll af kolli eins og áður var rakið. Sanngjarnt? Já, um það má deila en þeir sem hafa skilað miklu æviverki og farnast vel skila meiri frá sér til næstu kynslóða. Sumir geta glaðst yfir því að skuldir erfast ekki. Eins og skýrt hefur komið fram þá er verið að færa hluti í atvinnufyrirtæki, með öllum réttindum og skyldum, milli kynslóða. Aðgerðin nær eingöngu til hlutabréfa Samherja. Aflamarkskerfið hefur ekkert með þetta fyrirkomulag að gera, fyrirtækið sem hér um ræðir hefur þar réttindi og skyldur eins og á svo mörgum öðrum sviðum og mun uppfylla þau áfram. Fyrir þau veiðiréttindi sem fyrirtækið hefur aðgang að verður að greiða veiðileyfagjald, rétt eins og á við um aðra skatta sem þarf að greiða af starfseminni. Það sem var greitt áður, verður greitt áfram, óháð eignarhaldi. Eina breytingin er að ríkissjóður mun fá mikla fjármuni til sín vegna fyrirframgreidds arfs. Þessi umræða í kjölfar kynslóðaskipta Samherja minnir hins vegar á hve umræðan um sjávarútveginn getur orðið undarleg. Einn aflagður prestur komst í pontu og var útvarpaður. Þar náði hann að fordæma að börn fengju arf eftir foreldra sína. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þá skoðun sína að á alþingi væru þjófar. Hafði presturinn verið virkur í Frjálslinda flokknum svo og í aflögðu stjórnlagaráði. Mér er spurn og það fleirum hvort þjóðkirkjunni finnist það sæmandi að prestar saki samborgara sína um glæpi úr prédikunarstóli. Í síðustu grein minni benti ég á að sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru síður en svo stór þegar borið er saman við önnur fyrirtæki sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu. Þegar þess er gætt er stundum undarleg hve hávær umræðan um sjávarútveginn er. Þar vitnaði ég til Einars Benediktssonar úr Íslandsljóði hans og er byrjunin þar yfirskrift þessa pistils. Við eigum að vera stolt af okkar sjávarútvegi og eigum að standa saman að því að gera þar enn betur. Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum og gleðjumt yfir færsæld hans og styrk enda mikilvægt fyrir hag allrar þjóðarinnar að sjávarútvegsfyrirtækin séu vel rekin og haldi áfram að þróast. Hafið þekur ríflega sjö tíundu hluta jarðarinnar og flestar þjóðir sem búa við haf reka sinn sjávarútveg á ófullkominn og ósjálfbæran hátt. Ofveiði, mengun og sóun er oft fylgifiskur þeirra stefnu en hér á landi höfum við forskrift sem getur gagnast vel öðrum þjóðum. Við höfum því öfundsverð tækifæri til þess að stefna útávið með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Það er nægt pláss fyrir alla og þeir sem kvarta undan því að komst ekki í útgerð í hinum stóra heimi geta það. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf. Í því réttarríki sem við lifum núna hefur löggjafinn nokkurn viðbúnað til að tryggja að allt fari eftir settum reglum þó að kaldhæðnir menn hafi stundum á orði að ríkið sé fyrsti syrgjandinn þegar kemur að uppgjöri arfs. Þannig hefur skapast hefð fyrir því að þegar verðmæti fara á milli kynslóða mætir ríkisvaldið og það mun mæta aftur næst þegar sami arfur gengur milli næstu kynslóða. Ef arfurinn ávaxtast lítið þá mun allt að endingu hverfa til ríkisins. Þannig má segja að það sé erfingi allra erfingja enda aðeins tvennt öruggt í lífinu; skatturinn og dauðinn. Við getum haft skoðun á því hve sanngjarnt þetta kerfi er en hér hefur myndast sátt um að hafa lagalega umgjörð um erfðamál sem allir Íslendingar þurfa að gangast undir. Nú hefur verið upplýst að eigendur eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hafa ákveðið að færa eignarhlut sinn í fyrirtækinu til afkomenda sinna. Það er gert fyrir opnum tjöldum og öllum reglum fylgt þannig að ríkiserfinginn fái nú örugglega sinn hlut, sem hann mun líka fá næst og svo aftur koll af kolli eins og áður var rakið. Sanngjarnt? Já, um það má deila en þeir sem hafa skilað miklu æviverki og farnast vel skila meiri frá sér til næstu kynslóða. Sumir geta glaðst yfir því að skuldir erfast ekki. Eins og skýrt hefur komið fram þá er verið að færa hluti í atvinnufyrirtæki, með öllum réttindum og skyldum, milli kynslóða. Aðgerðin nær eingöngu til hlutabréfa Samherja. Aflamarkskerfið hefur ekkert með þetta fyrirkomulag að gera, fyrirtækið sem hér um ræðir hefur þar réttindi og skyldur eins og á svo mörgum öðrum sviðum og mun uppfylla þau áfram. Fyrir þau veiðiréttindi sem fyrirtækið hefur aðgang að verður að greiða veiðileyfagjald, rétt eins og á við um aðra skatta sem þarf að greiða af starfseminni. Það sem var greitt áður, verður greitt áfram, óháð eignarhaldi. Eina breytingin er að ríkissjóður mun fá mikla fjármuni til sín vegna fyrirframgreidds arfs. Þessi umræða í kjölfar kynslóðaskipta Samherja minnir hins vegar á hve umræðan um sjávarútveginn getur orðið undarleg. Einn aflagður prestur komst í pontu og var útvarpaður. Þar náði hann að fordæma að börn fengju arf eftir foreldra sína. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þá skoðun sína að á alþingi væru þjófar. Hafði presturinn verið virkur í Frjálslinda flokknum svo og í aflögðu stjórnlagaráði. Mér er spurn og það fleirum hvort þjóðkirkjunni finnist það sæmandi að prestar saki samborgara sína um glæpi úr prédikunarstóli. Í síðustu grein minni benti ég á að sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru síður en svo stór þegar borið er saman við önnur fyrirtæki sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu. Þegar þess er gætt er stundum undarleg hve hávær umræðan um sjávarútveginn er. Þar vitnaði ég til Einars Benediktssonar úr Íslandsljóði hans og er byrjunin þar yfirskrift þessa pistils. Við eigum að vera stolt af okkar sjávarútvegi og eigum að standa saman að því að gera þar enn betur. Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum og gleðjumt yfir færsæld hans og styrk enda mikilvægt fyrir hag allrar þjóðarinnar að sjávarútvegsfyrirtækin séu vel rekin og haldi áfram að þróast. Hafið þekur ríflega sjö tíundu hluta jarðarinnar og flestar þjóðir sem búa við haf reka sinn sjávarútveg á ófullkominn og ósjálfbæran hátt. Ofveiði, mengun og sóun er oft fylgifiskur þeirra stefnu en hér á landi höfum við forskrift sem getur gagnast vel öðrum þjóðum. Við höfum því öfundsverð tækifæri til þess að stefna útávið með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Það er nægt pláss fyrir alla og þeir sem kvarta undan því að komst ekki í útgerð í hinum stóra heimi geta það. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar