Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 20:48 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Vísir/baldur Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira