„Held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 14:31 Auðunn og Kristinn í leikmyndinni sem smíðuð var fyrir myndbandið. Thelma Torfa/RÚV „Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“ Tónlist Menning Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
„Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“
Tónlist Menning Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning