Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 13:16 Síðasta anga Aserta-málsins virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58