Svona var matseðillinn á Hótel Borg 1944 Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 12:31 Hótel Borg er 90 ára í dag. Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953. Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Sjá meira
Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953.
Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Sjá meira