Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 09:15 Skúli Thoroddsen, sérfræðingur í orkurétti og lögmaður Storm Orku ehf. Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira