Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2020 12:23 Úr verslun Bónuss í Skeifunni um tólfleytið. Vísir/EinarÁ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir. Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir.
Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira