Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 15:00 Pogba og Solskjær á góðri stundu Robbie Jay Barratt/AMA/Getty Images Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45
Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47
Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30
Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00