Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 18:14 Robert O'Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins (t.h.). Getty/Chip Somodevilla Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira