Biður umboðsmann barna um aðstoð vegna myglueinkenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 20:57 Þórdís Katla Einarsdóttir er ellefu ára nemandi í Fossvogsskóla. Hún ætlar að senda umboðsmanni barna bréf á morgun og óska eftir aðstoð vegna myglueinkenna í skólanum. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið. Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Hin ellefu ára Þórdís Katla ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist stundum óttast að mæta í skólann vegna þrálátra höfuðverkja og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld. Þórdís Katla er nemandi í sjötta bekk í Fossvogsskóla og finnur fyrir einkennum myglu í skólanum. Hún fær þráláta höfuðverki sem valda því að hún getur stundum ekki farið á æfingar eftir skóla vegna verkja. Afhverju ætlar þú að senda umboðsmanni barna bréf? „Af því að það er mygla í skólanum mínum og starfsmönnum og krökkum líður illa út af því,“ sagði Þórdís Katla. Í bréfinu kemur fram að stundum vilji hún ekki fara í skólann af hræðslu við að fá höfuðverk. Hvernig líður þér þegar þú ert í skólanum á daginn? „Ekki það vel því ef ég fæ höfuðverki þá get ég ekki unnið nægilega vel og það þýðir að ég verð eftir á í áætlun,“ sagði Þórdís. Áður en einkenni myglu komu upp leið Þórdísi almennt vel í skólanum og var einbeitingin góð. FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Foreldrafélagið vill frekari mælingar Sýnataka sem gerð var í fyrra leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál í húsnæðinu og var ráðist í endurbætur. Skólanum var lokað í mars á síðasta ári og skólahald fært í höfuðstöðvar KSÍ. Skólinn var opnaður aftur í haust en samkvæmt formanni foreldrafélagsins fóru nemendur að finna fyrir einkennum á ný í nóvember. Hann gagnrýnir aðgerðaleysi borgarinnar og fer fram á að samtal fari fram auk frekari mælinga á húsnæðinu. Hvað vilt þú að umboðsmaður barna geri? „Í raun og veru bara tala við Reykjavíkurborg eða eitthvað og láta laga skólann og reyna að gera eins mikið og þeir geta,“ sagði Þórdís. Henni þykir yfirvöld ekki taka nægilega vel á málum. „Illa af því að við fórum í KSÍ og eitthvað þannig og það var reynt að laga það en það virkaði ekki og þá finnst mér að það ætti að gera eins mikið og hægt er á meðan við erum í sumarfríi,“ sagði Þórdís. Þórdís segir ekki eðlilegt að líða illa í skólanum. „Alls ekki mér finnst eins og maður ætti að vera í góðu skapi og hafa gaman í skólanum,“ sagði Þórdís. Bréfið ætlar Þórdís Katla að senda umboðsmanni barna í fyrramálið.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00 Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Þrátt fyrir miklar endurbætur á Fossvogsskóla finna börn enn fyrir einkennum vegna mögulegra rakaskemmda og myglu. 24. janúar 2020 20:00
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23