Fæðuöryggi hvílir á heilbrigðu vistkerfi Kjartan Almar Kárason skrifar 24. maí 2020 16:15 Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun