Innlent

Íbúafundur í Bolungarvík vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík þar sem smit hafa komið upp bæði hjá íbúum og starfsfólki.
Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík þar sem smit hafa komið upp bæði hjá íbúum og starfsfólki.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvíkurkaupstaður og Lögreglan á Vestfjörðum héldu stöðufund um Covid-19 í Bolungarvík í dag klukkan 15 í dag. Upptöku af fundinum má sjá hér að neðan.

Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst með kórónuveiruna en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar.

Stöðufundur um Covid-19 í Bolungarvík

Stöðufundur um Covid, sendur beint út frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða kl. 15:00

Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Friday, April 17, 2020

Dagskráin er eftirfarandi.

Framsöguerindi:

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri

Gylfi Ólafsson, forstjóri

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir‎, yfirlæknir

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

Umræður og fyrirspurnir

Sambærilegur fundur verður haldinn fyrir Ísafjarðarbæ mánudaginn 20. apríl 2020.

Fréttin var uppfærð eftir að fundi lauk og upptaka varð aðgengileg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×