Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 15:52 Sjúklingar og læknar yfirgefa bráðabirgðasjúkrahús í Wuhan eftir að allir sjúklingar þar voru útskrifaðir fyrr í vikunni. Vísir/EPA Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum. Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum.
Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00