Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 15:52 Sjúklingar og læknar yfirgefa bráðabirgðasjúkrahús í Wuhan eftir að allir sjúklingar þar voru útskrifaðir fyrr í vikunni. Vísir/EPA Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum. Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum.
Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00