Ekkert mjög langur tími frá því gosórói sést og þar til kvikan kemur upp á yfirborðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2020 12:24 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. vísir/vilhelm Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira