Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 12:31 Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum Sjá meira
Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum Sjá meira
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00