Hávært kynlíf leiddi til lögregluheimsóknar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 10:22 Lögreglan fær ófá símtöl þar sem kvartað er yfir hávaða. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti nú fyrir stuttu færslu á Facebook-síðu sinni þar sem lýst er lögregluheimsókn á heimili eitt í umdæminu. Ástæðan var hávaðakvörtun nágranna, en upptök hávaðans reyndist vera kynlíf pars nokkurs. Í færslu lögreglunnar segir að lögreglan fái ófá símtöl þar sem kvartað er undan hávaða. Tilefnið sé misjafnt, en hátt stillt tónlist sé eitt helsta tilefni slíkra kvartana, sem og hávaðasamar framkvæmdir. „Sama má segja um hávaðasöm rifrildi, en þá kunna eðlilega að vakna áhyggjur um að ofbeldi sé beitt. Það síðastnefnda virtist eiga við í ónefndu húsi í umdæminu nýverið og var lögreglan fljót á vettvang. Barið var valdsmannslega á útidyrahurðina hjá íbúunum þaðan sem hávaðinn barst, en sá sem tilkynnti um málið var mjög áhyggjufullur um það sem gekk á,“ segir í færslunni. Þegar dyrnar hafi opnast hafi tekið á móti lögreglumönnunum maður á adamsklæðunum, sem virtist í þokkabót nokkuð hissa á því að fá lögregluna í heimsókn. Aðspurður hafi maðurinn ekki sagst einn. „Á bak við hann birtist kona og kom í dyragættina. Ekki var að sjá að neitt amaði að henni og þvert á móti virtist hún vera alsæl. Aðspurð um hávaðann sögðust þau hafa verið að stunda kynlíf og játuðu að því hefði fylgt nokkur hávaði.“ Lögreglu hafi ekki þótt ástæða til að leggja frekari spurningar fyrir fólkið, sem lögreglu þótti nokkuð vandræðalegt eftir heimsóknina. „Þau voru kvödd við svo búið og vinsamlegast beðin um að hafa lægra við iðju sína í húsinu og tóku skötuhjúin vel í tilmælin.“ Lögreglumál Kynlíf Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti nú fyrir stuttu færslu á Facebook-síðu sinni þar sem lýst er lögregluheimsókn á heimili eitt í umdæminu. Ástæðan var hávaðakvörtun nágranna, en upptök hávaðans reyndist vera kynlíf pars nokkurs. Í færslu lögreglunnar segir að lögreglan fái ófá símtöl þar sem kvartað er undan hávaða. Tilefnið sé misjafnt, en hátt stillt tónlist sé eitt helsta tilefni slíkra kvartana, sem og hávaðasamar framkvæmdir. „Sama má segja um hávaðasöm rifrildi, en þá kunna eðlilega að vakna áhyggjur um að ofbeldi sé beitt. Það síðastnefnda virtist eiga við í ónefndu húsi í umdæminu nýverið og var lögreglan fljót á vettvang. Barið var valdsmannslega á útidyrahurðina hjá íbúunum þaðan sem hávaðinn barst, en sá sem tilkynnti um málið var mjög áhyggjufullur um það sem gekk á,“ segir í færslunni. Þegar dyrnar hafi opnast hafi tekið á móti lögreglumönnunum maður á adamsklæðunum, sem virtist í þokkabót nokkuð hissa á því að fá lögregluna í heimsókn. Aðspurður hafi maðurinn ekki sagst einn. „Á bak við hann birtist kona og kom í dyragættina. Ekki var að sjá að neitt amaði að henni og þvert á móti virtist hún vera alsæl. Aðspurð um hávaðann sögðust þau hafa verið að stunda kynlíf og játuðu að því hefði fylgt nokkur hávaði.“ Lögreglu hafi ekki þótt ástæða til að leggja frekari spurningar fyrir fólkið, sem lögreglu þótti nokkuð vandræðalegt eftir heimsóknina. „Þau voru kvödd við svo búið og vinsamlegast beðin um að hafa lægra við iðju sína í húsinu og tóku skötuhjúin vel í tilmælin.“
Lögreglumál Kynlíf Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira