Viðskipti erlent

Stærsta líkams­ræktar­keðja Norður­landa lokar stöðvum í hálfan mánuð

Atli Ísleifsson skrifar
Sats rekur stöðvar undir merkjum Sats, ELIXIA, Fresh Fitness, HiYoga, Balance og Metropolis.
Sats rekur stöðvar undir merkjum Sats, ELIXIA, Fresh Fitness, HiYoga, Balance og Metropolis. Facebook-síða Sats

Sats, stærsta líkamsræktarstöðvakeðja Norðurlanda, hefur ákveðið að loka öllum stöðvum sínum næsta hálfa mánuðinn. Frá þessu greinir Dagens Næringsliv í Noregi, en aðgerðin miðar að því að leggja sitt á vogarskálarnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sats er norskt fyrirtæki en starfrækir um 250 líkamsræktarstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.

„Sem leiðandi aðili á markaði á Norðurlöndum er það mikilvægt fyrir Sats að axla ábyrgð og leggja sitt til almennrar lýðheilsu, einnig í erfiðum aðstæðum eins og þessum,“ segir í yfirlýsingu frá Sats.

Lokunun tekur gildi á hádegi í dag og til að byrja með mun hún gilda næstu fjórtán daga.

Sats rekur stöðvar undir merkjum Sats, ELIXIA, Fresh Fitness, HiYoga, Balance og Metropolis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×