NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 06:00 LeBron James, Anthony Davis og félagar þeirra í Los Angeles Lakers eru komnir í ótímabundið frí vegna kórónuveirunnar. Getty/Harry How Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra. NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra.
NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum