Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2020 19:00 Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?