Helgi Björns ætlar að fylla Háskólabíó tvisvar í ágúst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 12:00 Helgi Björns í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti. Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira