Helgi Björns ætlar að fylla Háskólabíó tvisvar í ágúst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 12:00 Helgi Björns í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti. Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira
Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira