Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 17:17 Frá Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís. Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís.
Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira