Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 20:11 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/getty Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmörkur, Mette Frederiksen, á blaðamannafundi í kvöld. Alls eru nú 514 staðfest kórónuveirusmit í Danmörku og veiran breiðist hratt út, að því er fram kom á fundinum. Þar af liggja tíu inni á sjúkrahúsi og tveir eru alvarlega veikir. Nú hefur verið ákveðið að grípa til afar róttækra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar í Danmörku. Þannig verður öllum skólum, dagheimilum og öðrum menntastofnunum lokað í tvær vikur frá næsta föstudegi. Þá verður vinnustöðum á vegum hins opinbera lokað og vinnustaðir á opinberum markaði hvattir til að láta starfsfólk sitt vinna að heiman. Aðeins þeir sem sinna svokölluðum nauðsynlegum störfum, svo sem heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn og slökkviliðsmenn, munu starfa áfram með hefðbundnum hætti. Ríkisstjórnin hefur jafnframt komið á samkomubanni fyrir fleiri en þúsund manns. Þá hefur Dönum jafnframt verið ráðlagt að aflýsa samkomum þar sem fleiri en hundrað koma saman. Fjölmörgum viðburðum hefur verið frestað eða aflýst á Íslandi síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Wuhan-veiran Danmörk Tengdar fréttir Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35 Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmörkur, Mette Frederiksen, á blaðamannafundi í kvöld. Alls eru nú 514 staðfest kórónuveirusmit í Danmörku og veiran breiðist hratt út, að því er fram kom á fundinum. Þar af liggja tíu inni á sjúkrahúsi og tveir eru alvarlega veikir. Nú hefur verið ákveðið að grípa til afar róttækra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar í Danmörku. Þannig verður öllum skólum, dagheimilum og öðrum menntastofnunum lokað í tvær vikur frá næsta föstudegi. Þá verður vinnustöðum á vegum hins opinbera lokað og vinnustaðir á opinberum markaði hvattir til að láta starfsfólk sitt vinna að heiman. Aðeins þeir sem sinna svokölluðum nauðsynlegum störfum, svo sem heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn og slökkviliðsmenn, munu starfa áfram með hefðbundnum hætti. Ríkisstjórnin hefur jafnframt komið á samkomubanni fyrir fleiri en þúsund manns. Þá hefur Dönum jafnframt verið ráðlagt að aflýsa samkomum þar sem fleiri en hundrað koma saman. Fjölmörgum viðburðum hefur verið frestað eða aflýst á Íslandi síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Wuhan-veiran Danmörk Tengdar fréttir Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35 Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35
Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. 11. mars 2020 19:35
Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16