Lilja og Guðni afboða sig á Íslensku tónlistarverðlaunin vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 18:32 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/vilhelm Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22
Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16
Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43