„Ferð ekkert á Dale Carnegie námskeið í leiðtogatækni og verður aðal kallinn á vellinum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. maí 2020 08:00 Tómas Ingi og Reynir voru í settinu á miðvikudagskvöldið. vísir/s2s Tómas Ingi Tómasson, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna í sumar, segir að FH þurfi að fylla skarð leiðtoganna Péturs Viðarssonar og Davíðs Þórs Viðarssonar sem lögðu báðir skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. FH var eitt þeirra liða sem var til umræðu hjá Gumma Ben og spekingunum hans en Gummi, Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson ræddu FH, Fjölni og Breiðablik í fyrsta upphitunarþætti Pepsi Max-markanna fyrir komandi tímabil. „Þegar maður rúllar yfir þetta þá finnst mér mestu særindin hjá FH að missa bæði Pétur og Davíð. Þetta eru miklir karakterar báðir tveir og ef liðinu gengur illa þá eru þetta menn sem geta rifið þá upp. Við eigum eftir að sjá hver tekur við því kefli,“ sagði Tómas Ingi og hélt áfram: „Kannski Baldur (innsk. blm. Sigurðsson). Ég veit það ekki, en það verður gaman að sjá hver tekur þetta hlutverk sem þessir tveir skilja eftir sig því það verður einhver að gera það. Það verður 100% að finna mann í það.“ Reynir Leósson bætti við að færri svona leikmenn væru að koma upp í íslenska fótboltanum nú til dags og þá tók Tómas Ingi aftur við boltanum. „Þú ferð ekkert á Dale Carnegie námskeið í leiðtogatækni og verður aðal kallinn á vellinum, það er ekki bara svoleiðis. Annað hvort ertu fæddur með þessi gen í þér eða þú ert ekki með þetta. Auðvitað er hægt að ala það upp og styrkja þau en þú býrð þetta ekki til, ekki einu sinni í níu eða tíu ára krökkum.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin - Tómas Ingi og Dale Carnegie Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin FH Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna í sumar, segir að FH þurfi að fylla skarð leiðtoganna Péturs Viðarssonar og Davíðs Þórs Viðarssonar sem lögðu báðir skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. FH var eitt þeirra liða sem var til umræðu hjá Gumma Ben og spekingunum hans en Gummi, Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson ræddu FH, Fjölni og Breiðablik í fyrsta upphitunarþætti Pepsi Max-markanna fyrir komandi tímabil. „Þegar maður rúllar yfir þetta þá finnst mér mestu særindin hjá FH að missa bæði Pétur og Davíð. Þetta eru miklir karakterar báðir tveir og ef liðinu gengur illa þá eru þetta menn sem geta rifið þá upp. Við eigum eftir að sjá hver tekur við því kefli,“ sagði Tómas Ingi og hélt áfram: „Kannski Baldur (innsk. blm. Sigurðsson). Ég veit það ekki, en það verður gaman að sjá hver tekur þetta hlutverk sem þessir tveir skilja eftir sig því það verður einhver að gera það. Það verður 100% að finna mann í það.“ Reynir Leósson bætti við að færri svona leikmenn væru að koma upp í íslenska fótboltanum nú til dags og þá tók Tómas Ingi aftur við boltanum. „Þú ferð ekkert á Dale Carnegie námskeið í leiðtogatækni og verður aðal kallinn á vellinum, það er ekki bara svoleiðis. Annað hvort ertu fæddur með þessi gen í þér eða þú ert ekki með þetta. Auðvitað er hægt að ala það upp og styrkja þau en þú býrð þetta ekki til, ekki einu sinni í níu eða tíu ára krökkum.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin - Tómas Ingi og Dale Carnegie
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin FH Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira