Hallbera sló í gegn í eldhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 14:32 Vinkonurnar voru heldur betur sáttar. Knattspyrnukonan Hallbera Guðný Gísladóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í þættinum Eldað með Evu á miðvikudagskvöldið. Hallbera er þekkt fyrir frábæra takta á knattspyrnuvellinum en ekki svo mikið inni í eldhúsinu. Eva kenndi henni að matreiða Tikka Masalakjúkling og Súkkulaðimús og að lokum bauð hún vinkonum sínum úr knattspyrnuheiminum í mat. Þetta gekk nokkuð vel fyrir sig hjá Hallberu sem lærði margt og mikið af Evu Laufey en vinkonur hennar höfðu ekki endilega mikla trú á henni fyrir verkefnið. Hér að neðan má sjá matarboð Hallberu. Hér að neðan má sjá uppskriftir þáttarins. Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: 1.Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita 2.Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. 3.Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200 g hakkaðir tómatar 3 msk sýrður rjómi 3 msk hrein jógúrt 1 dl rjómi Handfylli ferskur kóríander Aðferð: 1.Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. 2.Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. 3.Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi, rjómi og hrein jógúrt saman við. 4.Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. 5.Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. 6.Smakkið ykkur til með salti og pipar. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti + meiri ef ykkur finnst deigið of blautt 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1.Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. 2.Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 3.Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. 4.Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 5.Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 6.Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 7.Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka Salt og pipar 2 msk smátt saxður kóríander Aðferð: 1.Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram Súkkulaðimús ·200 g súkkulaði ·2 eggjarauður ·500 ml rjómi ·1 msk sykur ·Fersk ber til skrauts. Aðferð: 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði 2. Þeytið rjóma og sykur saman. 3. Kælið súkkulaðið í smá stund, hrærið eggjarauðum saman við ef súkkulaðið er of þykkt þá bætið þið smá rjóma saman við til þess að þynna. 4. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við rjómann í nokkrum skömmtum. 5. Kælið og berið fram með ferskum berjum. Eva Laufey Uppskriftir Kjúklingur Brauð Búðingur Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Knattspyrnukonan Hallbera Guðný Gísladóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í þættinum Eldað með Evu á miðvikudagskvöldið. Hallbera er þekkt fyrir frábæra takta á knattspyrnuvellinum en ekki svo mikið inni í eldhúsinu. Eva kenndi henni að matreiða Tikka Masalakjúkling og Súkkulaðimús og að lokum bauð hún vinkonum sínum úr knattspyrnuheiminum í mat. Þetta gekk nokkuð vel fyrir sig hjá Hallberu sem lærði margt og mikið af Evu Laufey en vinkonur hennar höfðu ekki endilega mikla trú á henni fyrir verkefnið. Hér að neðan má sjá matarboð Hallberu. Hér að neðan má sjá uppskriftir þáttarins. Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: 1.Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita 2.Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. 3.Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200 g hakkaðir tómatar 3 msk sýrður rjómi 3 msk hrein jógúrt 1 dl rjómi Handfylli ferskur kóríander Aðferð: 1.Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. 2.Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. 3.Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi, rjómi og hrein jógúrt saman við. 4.Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. 5.Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. 6.Smakkið ykkur til með salti og pipar. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti + meiri ef ykkur finnst deigið of blautt 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1.Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. 2.Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 3.Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. 4.Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 5.Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 6.Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 7.Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka Salt og pipar 2 msk smátt saxður kóríander Aðferð: 1.Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram Súkkulaðimús ·200 g súkkulaði ·2 eggjarauður ·500 ml rjómi ·1 msk sykur ·Fersk ber til skrauts. Aðferð: 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði 2. Þeytið rjóma og sykur saman. 3. Kælið súkkulaðið í smá stund, hrærið eggjarauðum saman við ef súkkulaðið er of þykkt þá bætið þið smá rjóma saman við til þess að þynna. 4. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við rjómann í nokkrum skömmtum. 5. Kælið og berið fram með ferskum berjum.
Eva Laufey Uppskriftir Kjúklingur Brauð Búðingur Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira