Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 15:53 Grikkir eru sakaðir um að brjóta á mannréttindum flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu frá Tyrklandi. Vísir/EPA Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas. Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas.
Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13