Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 13:15 Óskar Hrafn (fyrir miðju) er að fara inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Mynd/Blikar.is Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Sjá meira
Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45