Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 13:15 Óskar Hrafn (fyrir miðju) er að fara inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Mynd/Blikar.is Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45