Lífið

Kristín hljóp hundrað kílómetra og safnaði 840 þúsund krónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yngsta dóttir Kristínar, Freydís Borg, greindist með Williams-heilkenni þegar hún var 13 mánaða gömul. Heilkennið er sjaldgæft og stafar af því að hluta sjöunda litningsins vantar.
Yngsta dóttir Kristínar, Freydís Borg, greindist með Williams-heilkenni þegar hún var 13 mánaða gömul. Heilkennið er sjaldgæft og stafar af því að hluta sjöunda litningsins vantar. mynd/facebook-síða Einstakra barna

Móðir stúlku með sjaldgæfan litningagalla hljóp hundrað kílómetra í febrúar til að safna stuðningi fyrir Einstök börn. Kristín Ýr Gunnarsdóttir hljóp síðasta spölinn 1. mars, hönd í hönd með dætrum sínum, og var vel tekið á móti þeim við endamarkið. Með því að hlaupa í öllum veðrum febrúarmánaðar vildi Kristín vekja athygli á þeim fjölmörgu áskorunum sem foreldrar barna með sjaldgæfa sjúkdóma þurfa að mæta.

Yngsta dóttir Kristínar, Freydís Borg, greindist með Williams-heilkenni þegar hún var 13 mánaða gömul. Heilkennið er sjaldgæft og stafar af því að hluta sjöunda litningsins vantar.

Á Facebook-síðu Einstakra barna segir að Kristín hafi náð að safna 840.500 krónum í söfnuninni.

„Við viljum þakka henni og fjölskyldu hennar innilega fyrir framtakið, við viljum einnig þakka ykkur öllum sem tókuð þátt í að styðja hana út allan febrúar,“ segir í færslu frá Einstökum börnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×