„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 18:20 Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. Sex greiddu ekki atkvæði. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Þeir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Aðrir þingmenn Miðflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna auk Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna studdu frumvarpið. Með lögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti stofnað og rekið neyslurými þar sem fyllsta hreinlætis sé gætt, án þess að þeim einstaklingum sem nýta neyslurýmin til að neyta fíkniefna í æð, verði refsað fyrir að vera með efnin á sér til eigin neyslu. Frumvarpið bjargi mannslífum „Ég vil nota þetta tækifæri hér til þess að fagna sérstaklega því að við séum að gera þetta frumvarp að lögum sem að er fyrsta raunverulega skrefið í áttina að því að sinna hér skaðaminnkun sem er studd af löggjöf,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Þetta er skref sem er löngu tímabært að taka, þetta er róttækt skref það er vel undirbyggt, það sýnir kjark löggjafans í þessum efnum. Við erum með þessu móti að bjarga mannslífum. Við erum að sýna fólki virðingu sem er í sérstaklega erfiðri stöðu og er jaðarsettast af öllum íbúum samfélagsins og gríðarlega mikilvægt að við mætum því fólki þar sem það er statt,“ sagði Svandís um leið og hún þakkaði velferðarnefnd fyrir vinnu sína við málið og fyrir þverpólitískan stuðning við frumvarpið. Kalla eftir afglæpavæðingu Brynjar Níelsson kvaddi sér hljóðs í þriðju umræðu málsins þar sem hann lýsti nokkrum efasemdum um málið. „Ég verð þó að viðurkenna að ég er mjög hugsi yfir þessu frumvarpi. Ég hef líka velt því fyrir mér, hefði þetta frumvarp komið frá Sjálfstæðisflokknum, þá hefðu menn spurt sig: „Er þetta nú mikilvægasta málið í dag? Í miðju covid, í miðjum lífróðri?“ sagði Brynjar meðal annars. Sjálfur hafi hann aldrei verið hrifinn af því að beita neytendum fíkniefna eða annarra efna refsingum. Hann sé þeirrar skoðunar að menn eigi að bera ábyrgð á eigin hegðun. Velti hann einnig vöngum yfir því að margir af stuðningsmönnum frumvarpsins hafi lagst gegn öðrum „frelsismálum,“ á borð við að heimila sölu áfengis í netverslunum. „Það er auðvitað eitthvað bogið við það þegar mönnum finnst það sjálfsagt að heimila, og meira að segja að hluta til á kostnað skattgreiðenda, að heimila neyslu á ólöglegum efnum. Við verðum auðvitað að byrja bara á að gera þau lögleg. Það eru mjög miklar mótsagnir í þessu,“ sagði Brynjar. Aðrir þingmenn gripu til andsvara, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Það vill nú svo til að það hefur frumvarp verið lagt fram af þingmönnum Pírata og Samfylkingar og háttvirts þingmanns Andrésar Inga Jónssonar, Vinstri grænum, Viðreisn og Flokki fólksins þar sem er farið út í þessa svokölluðu afglæpavæðingu. Þetta frumvarp hefur legið fyrir síðan í október á síðasta ári en háttvirtur þingmaður, miðað við ræðu hans, var ekki meðvitaður um að það frumvarp hafi verið lagt fram,“ sagði Helgi Hrafn. Sjálfstæðisflokknum hafi boðið að vera með en hafi ekki þegið boðið. Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. Sex greiddu ekki atkvæði. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Þeir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Aðrir þingmenn Miðflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna auk Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna studdu frumvarpið. Með lögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti stofnað og rekið neyslurými þar sem fyllsta hreinlætis sé gætt, án þess að þeim einstaklingum sem nýta neyslurýmin til að neyta fíkniefna í æð, verði refsað fyrir að vera með efnin á sér til eigin neyslu. Frumvarpið bjargi mannslífum „Ég vil nota þetta tækifæri hér til þess að fagna sérstaklega því að við séum að gera þetta frumvarp að lögum sem að er fyrsta raunverulega skrefið í áttina að því að sinna hér skaðaminnkun sem er studd af löggjöf,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Þetta er skref sem er löngu tímabært að taka, þetta er róttækt skref það er vel undirbyggt, það sýnir kjark löggjafans í þessum efnum. Við erum með þessu móti að bjarga mannslífum. Við erum að sýna fólki virðingu sem er í sérstaklega erfiðri stöðu og er jaðarsettast af öllum íbúum samfélagsins og gríðarlega mikilvægt að við mætum því fólki þar sem það er statt,“ sagði Svandís um leið og hún þakkaði velferðarnefnd fyrir vinnu sína við málið og fyrir þverpólitískan stuðning við frumvarpið. Kalla eftir afglæpavæðingu Brynjar Níelsson kvaddi sér hljóðs í þriðju umræðu málsins þar sem hann lýsti nokkrum efasemdum um málið. „Ég verð þó að viðurkenna að ég er mjög hugsi yfir þessu frumvarpi. Ég hef líka velt því fyrir mér, hefði þetta frumvarp komið frá Sjálfstæðisflokknum, þá hefðu menn spurt sig: „Er þetta nú mikilvægasta málið í dag? Í miðju covid, í miðjum lífróðri?“ sagði Brynjar meðal annars. Sjálfur hafi hann aldrei verið hrifinn af því að beita neytendum fíkniefna eða annarra efna refsingum. Hann sé þeirrar skoðunar að menn eigi að bera ábyrgð á eigin hegðun. Velti hann einnig vöngum yfir því að margir af stuðningsmönnum frumvarpsins hafi lagst gegn öðrum „frelsismálum,“ á borð við að heimila sölu áfengis í netverslunum. „Það er auðvitað eitthvað bogið við það þegar mönnum finnst það sjálfsagt að heimila, og meira að segja að hluta til á kostnað skattgreiðenda, að heimila neyslu á ólöglegum efnum. Við verðum auðvitað að byrja bara á að gera þau lögleg. Það eru mjög miklar mótsagnir í þessu,“ sagði Brynjar. Aðrir þingmenn gripu til andsvara, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Það vill nú svo til að það hefur frumvarp verið lagt fram af þingmönnum Pírata og Samfylkingar og háttvirts þingmanns Andrésar Inga Jónssonar, Vinstri grænum, Viðreisn og Flokki fólksins þar sem er farið út í þessa svokölluðu afglæpavæðingu. Þetta frumvarp hefur legið fyrir síðan í október á síðasta ári en háttvirtur þingmaður, miðað við ræðu hans, var ekki meðvitaður um að það frumvarp hafi verið lagt fram,“ sagði Helgi Hrafn. Sjálfstæðisflokknum hafi boðið að vera með en hafi ekki þegið boðið.
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira