Vargurinn í vandræðum vegna svartfuglsveiða við Látrabjarg Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2020 08:32 Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, er alhliða veiðimaður. Hann sendi í vor út á Snapchat myndefni af sér á veiðum við Látrabjarg. Einhverjir töldu hann vera að brjóta lög með þeim veiðum og er nú málið til rannsóknar hjá lögreglu. Sjálfur segist Vargurinn ekki hafa brotið nein lög. Skrifstofu lögreglustjóra á Vestfjörðum hefur borist ábending um að hugsanlega hafi þekktasti veiðimaður Íslands, Snorri Rafnsson – sem betur er þekktur sem samfélagsmiðlastjarnan Vargurinn – gerst brotlegur við lög um skotveiðar. Vísað er til veiða í vor sem hann sýndi á Snapchat þar sem hann var við Látrabjarg á kajak. Með var fylgdarbátur en Vargurinn sallaði niður svartfugl af kajaknum í nokkru magni. Fullyrt er í ábendingu til Vísis að Snorri hafi verið nær bjarginu en sem nemur 500 metrum. Snorri segir í samtali við Vísi það af og frá. Hann hafi aldrei farið nær bjarginu en sem nemur 800 metrum. Það hafi verið mælt. En hann hafi vissulega skotið talsvert magn af svartfugli. Ekki má skjóta nær bjargi en sem nemur 500 metrum Ekki er ólöglegt að skjóta svartfugl að vori til. En samkvæmt lögum um skotveiðar er óheimilt með öllu að veiða fugl við fuglabjörg nær en sem nemur 200 metrum frá landi og 500 metrum frá hafi. Þetta segir Bjarni Pálsson sem fer fyrir teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá umhverfisstofnun. Látrabjarg er eitt þekktasta fuglabjarg á heimsvísu, stærsta fuglabjarg Evrópu en um það gilda þó ekki aðrar reglur; það er ekki sérstaklega friðlýst svæði. Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg Íslands og þó víðar væri leitað, 14 kílómetri að lengd og 441 metri þar sem það rís hæst. Að sögn Bjarna hjá ust hefur verði til umræðu lengi að friða bjargið en það hefur ekki komið til framkvæmda.Avalon/Universal Images Group via Getty Images Bjarni segir að óheimilt sé að hleypa af byssu nær fuglabjörgum en sem þessu nemur samkvæmt 17. grein í villidýralögum. Þetta er meðal annars til að koma í veg fyrir að skyndilegur skothvellur fæli upp allan fugl í bjarginu, sem þá geti hrundið niður eggjum í stórum stíl í látunum. „Erindi sem þetta hefur ekki borist inná mitt borð. En þegar við fáum ábendingar um eitthvað sem er hugsanlegt brot á þessum lögum sendum við það alltaf til lögreglu til rannsóknar,“ segir Bjarni sem telur þetta vont ef rétt reynist. Því Snorri hafi einmitt haft sérstaklega samband við sig með það fyrir augum að vera með allt sitt innan ramma laganna. Málið til skoðunar hjá lögreglu Karl Ingi Vilbergsson er lögreglustjóri á Vestfjörðum og hann kannast við það að lögregluembættið sé með slíkt mál til skoðunar. Borist hafi ábending um fuglaveiðar nærri bjarginu. Málið er á frumstigi en verið sé að afla gagna. Svo verði þeir yfirheyrðir sem í hlut eigi. Karl Ingi segir ekki algengt að lögregla fái slík mál á borð til sín. Ísland í dag var með innslag um Varginn fyrir nokkur sem sjá má hér neðar en hann er afar öflugur í sinni veiðimennsku. „Þetta er bara rangt. Ég var aldrei ólöglegur þarna. Ég fór aldrei nær en 800 metra að bjarginu þegar ég skaut. Samkvæmt mínum upplýsingum er þetta allt löglegt,“ segir Vargurinn í samtali við Vísi. Þegar blaðamaður náði í Varginn var hann í miðjum klíðum við að drepa mink á Stöðvafirði. Hann segir það illa launaða iðju, hann fái 1.500 krónur fyrir að reyna að hindra viðgangi minksins sem er skaðvaldur í íslenskri náttúru. Sem er sama kaup og var árið 1993. „En, þetta er mín ástríða. Að vernda dýralíf með því að drepa minkinn,“ segir Vargurinn. Eins og áður sagði er Vargurinn þekktasti veiðimaður landsins og þó víðar væri leitað. Hann er með þúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlum, einkum Snapchat og Instagram en þar sýnir hann myndskeið af ævintýralegum veiðum sínum. Í fyrra greindi Vísir frá því að Snorri væri tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan. Fyrir þremur árum vakti hann mikla athygli þegar hann fangaði örn sem átti í vandræðum. Snorri er Ólafsvíkingur, á tug veiðihunda, minkahunda og fuglahund og veiðir allt sem nöfnum tjáir að nefna. Hann er búinn öllum helstu veiðigræjum sem hugsast getur og er styrktur af ýmsum þeim sem höndla með veiðivörur. Samkvæmt tæplega ársgamalli frétt Vísis er Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan. Öfundarmenn sem vilja koma höggi á Varginn Snorri segir þetta ekkert nýtt. Það sé alltaf verið að reyna að finna eitthvað á sig. Spurður hvers vegna það sé, segir hann: „Öfundin er svo sterk. Ég reyni að gera allt rétt og nýti þær auðlindirnar sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við sjáum bara hvað gerist. Ef ég var ólöglegur tek ég það á kassann. En ég hef aldrei gert neitt ólöglegt. Ég hef safnað að mér upplýsingum um allar reglur og lög,“ segir Snorri. Og blaðamaður Vísis getur staðfest að svo sé eftir samtalið við Bjarna hjá ust. Varðandi þetta tilvik segir Vargurinn það vissulega rétt, hann hafi skotið talsvert af fugli. En hann hafi skotið fuglinn af kajaknum, aldrei nær en 800 metra frá bjargi. Það hafi verið mælt sérstaklega. Þó fylgdarbáturinn hafi hugsanlega farið nær bjarginu. „Ég geri þetta til að framfleyta hundunum mínum yfir árið. Þá kemur einmitt eitthvað svona. Ég var aldrei ólöglegur. Ef fólki líður vel með að standa í svona málum þá verður svo að vera. En ég skil ekki af hverju fólk vill vera að láta mig vera í kvíða og standa í leiðindum með þetta.“ Lögreglumál Dýr Vesturbyggð Fuglar Tengdar fréttir Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01 Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Skrifstofu lögreglustjóra á Vestfjörðum hefur borist ábending um að hugsanlega hafi þekktasti veiðimaður Íslands, Snorri Rafnsson – sem betur er þekktur sem samfélagsmiðlastjarnan Vargurinn – gerst brotlegur við lög um skotveiðar. Vísað er til veiða í vor sem hann sýndi á Snapchat þar sem hann var við Látrabjarg á kajak. Með var fylgdarbátur en Vargurinn sallaði niður svartfugl af kajaknum í nokkru magni. Fullyrt er í ábendingu til Vísis að Snorri hafi verið nær bjarginu en sem nemur 500 metrum. Snorri segir í samtali við Vísi það af og frá. Hann hafi aldrei farið nær bjarginu en sem nemur 800 metrum. Það hafi verið mælt. En hann hafi vissulega skotið talsvert magn af svartfugli. Ekki má skjóta nær bjargi en sem nemur 500 metrum Ekki er ólöglegt að skjóta svartfugl að vori til. En samkvæmt lögum um skotveiðar er óheimilt með öllu að veiða fugl við fuglabjörg nær en sem nemur 200 metrum frá landi og 500 metrum frá hafi. Þetta segir Bjarni Pálsson sem fer fyrir teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá umhverfisstofnun. Látrabjarg er eitt þekktasta fuglabjarg á heimsvísu, stærsta fuglabjarg Evrópu en um það gilda þó ekki aðrar reglur; það er ekki sérstaklega friðlýst svæði. Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg Íslands og þó víðar væri leitað, 14 kílómetri að lengd og 441 metri þar sem það rís hæst. Að sögn Bjarna hjá ust hefur verði til umræðu lengi að friða bjargið en það hefur ekki komið til framkvæmda.Avalon/Universal Images Group via Getty Images Bjarni segir að óheimilt sé að hleypa af byssu nær fuglabjörgum en sem þessu nemur samkvæmt 17. grein í villidýralögum. Þetta er meðal annars til að koma í veg fyrir að skyndilegur skothvellur fæli upp allan fugl í bjarginu, sem þá geti hrundið niður eggjum í stórum stíl í látunum. „Erindi sem þetta hefur ekki borist inná mitt borð. En þegar við fáum ábendingar um eitthvað sem er hugsanlegt brot á þessum lögum sendum við það alltaf til lögreglu til rannsóknar,“ segir Bjarni sem telur þetta vont ef rétt reynist. Því Snorri hafi einmitt haft sérstaklega samband við sig með það fyrir augum að vera með allt sitt innan ramma laganna. Málið til skoðunar hjá lögreglu Karl Ingi Vilbergsson er lögreglustjóri á Vestfjörðum og hann kannast við það að lögregluembættið sé með slíkt mál til skoðunar. Borist hafi ábending um fuglaveiðar nærri bjarginu. Málið er á frumstigi en verið sé að afla gagna. Svo verði þeir yfirheyrðir sem í hlut eigi. Karl Ingi segir ekki algengt að lögregla fái slík mál á borð til sín. Ísland í dag var með innslag um Varginn fyrir nokkur sem sjá má hér neðar en hann er afar öflugur í sinni veiðimennsku. „Þetta er bara rangt. Ég var aldrei ólöglegur þarna. Ég fór aldrei nær en 800 metra að bjarginu þegar ég skaut. Samkvæmt mínum upplýsingum er þetta allt löglegt,“ segir Vargurinn í samtali við Vísi. Þegar blaðamaður náði í Varginn var hann í miðjum klíðum við að drepa mink á Stöðvafirði. Hann segir það illa launaða iðju, hann fái 1.500 krónur fyrir að reyna að hindra viðgangi minksins sem er skaðvaldur í íslenskri náttúru. Sem er sama kaup og var árið 1993. „En, þetta er mín ástríða. Að vernda dýralíf með því að drepa minkinn,“ segir Vargurinn. Eins og áður sagði er Vargurinn þekktasti veiðimaður landsins og þó víðar væri leitað. Hann er með þúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlum, einkum Snapchat og Instagram en þar sýnir hann myndskeið af ævintýralegum veiðum sínum. Í fyrra greindi Vísir frá því að Snorri væri tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan. Fyrir þremur árum vakti hann mikla athygli þegar hann fangaði örn sem átti í vandræðum. Snorri er Ólafsvíkingur, á tug veiðihunda, minkahunda og fuglahund og veiðir allt sem nöfnum tjáir að nefna. Hann er búinn öllum helstu veiðigræjum sem hugsast getur og er styrktur af ýmsum þeim sem höndla með veiðivörur. Samkvæmt tæplega ársgamalli frétt Vísis er Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan. Öfundarmenn sem vilja koma höggi á Varginn Snorri segir þetta ekkert nýtt. Það sé alltaf verið að reyna að finna eitthvað á sig. Spurður hvers vegna það sé, segir hann: „Öfundin er svo sterk. Ég reyni að gera allt rétt og nýti þær auðlindirnar sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við sjáum bara hvað gerist. Ef ég var ólöglegur tek ég það á kassann. En ég hef aldrei gert neitt ólöglegt. Ég hef safnað að mér upplýsingum um allar reglur og lög,“ segir Snorri. Og blaðamaður Vísis getur staðfest að svo sé eftir samtalið við Bjarna hjá ust. Varðandi þetta tilvik segir Vargurinn það vissulega rétt, hann hafi skotið talsvert af fugli. En hann hafi skotið fuglinn af kajaknum, aldrei nær en 800 metra frá bjargi. Það hafi verið mælt sérstaklega. Þó fylgdarbáturinn hafi hugsanlega farið nær bjarginu. „Ég geri þetta til að framfleyta hundunum mínum yfir árið. Þá kemur einmitt eitthvað svona. Ég var aldrei ólöglegur. Ef fólki líður vel með að standa í svona málum þá verður svo að vera. En ég skil ekki af hverju fólk vill vera að láta mig vera í kvíða og standa í leiðindum með þetta.“
Lögreglumál Dýr Vesturbyggð Fuglar Tengdar fréttir Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01 Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01
Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45