Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 14:04 Norma McCorvey, þekkt sem Jane Roe í dómsmálinu fræga, á bæn með kristnum klerki í Kansas árið 2007. Vísir/EPA Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana. Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana.
Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira