Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 14:04 Norma McCorvey, þekkt sem Jane Roe í dómsmálinu fræga, á bæn með kristnum klerki í Kansas árið 2007. Vísir/EPA Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana. Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana.
Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira