Innlent

Á fimmta tug nemenda við MH og tveir kennarar í sóttkví

Eiður Þór Árnason skrifar
Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti.
Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Menntaskólinn við Hamrahlíð

Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki  að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. RÚV greinir frá þessu.

Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Steinn Jóhannsson, rektor skólans, segir í samtali við RÚV að umræddur nemandi hafi mætt í skólann á fimmtudag og föstudag. Hann hafi fyrst fundið fyrir einkennum á sunnudagskvöld og ekki mætt í skólann síðan.

Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×