Telja Bretland ekki geta náð kolefnishlutleysi fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 16:01 Samtök eins og Útrýmingarbyltingin hafa krafist þess að kolefnishlutleysi Bretlands verði náð mun fyrr en árið 2050. Skýrsluhöfundar telja það óraunhæft. Vísir/EPA Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan. Loftslagsmál Bretland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan.
Loftslagsmál Bretland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira