Annar maðurinn sem læknaðist af HIV vill verða sendiherra vonar Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 13:57 Aðeins tveir menn hafa verið læknaðir af HIV. Vísir/Getty Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira