Segir Fjölni ekki liggja á digrum sjóðum en menn standi við þá samninga sem eru gerðir Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 07:30 Ásmundur vill styrkja Fjölnisliðin áður en átökin hefjast. vísir/s2s Ásmundur Arnarson, þjálfari nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segir að Fjölnismenn ætla að sýna ábyrgð í rekstri og horfi frekar innanlands en út fyrir landsteinana í leit að styrkingu. Ásmundur var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi um stöðuna á Fjölnisliðinu sem hefur misst máttarstólpa á borð við Bergsvein Ólafsson, Albert Brynjar Ingason og Rasmus Christiansen frá síðustu leiktíð. „Við höfum verið að horfa í það að við þurfum að styrkja liðið að einhverju leyti og vð höfum verið að reyna það en ekki viljað taka hvað sem er. Það hefur ekkert alveg dottið inn fyrir okkur en við erum enn að reyna,“ sagði Ásmundur og segir markaðinn erfiðari vegna kórónuveirufaraldursins. „Markaðurinn virðist vera erfiðari. Liðin þora ekki alveg að losa úr hópnum sínum eins og þau hefðu gert ella því það er spilað þéttar heldur en áður. Maður skilur það alveg. Líka er þetta pínu óvissa. Liðin eru að halda meira í hópana sína en áður og það er erfiðara að sækja innanlands.“ Ásmundur segir að Fjölnismenn hafi horft hingað til meira á innanlandsmarkaðinn og segir að sækja erlenda leikmenn í þessu ástandi sem nú blasir yfir sé ansi erfitt. En hversu samkeppnishæfir eru Fjölnismenn á markaðnum? „Buddan er mjög góð. Troðfull,“ sagði Ási í léttum tón. „Nei, það hafa ekki verið digrir sjóðir í Fjölni en það sem menn gera, plana og semja um það standa þeir yfirleitt við. Það hefur verið sagan hjá Fjölni. Þeir sýna ábyrgð í rekstrinum og eru sanngjarnir þar. Menn vilja ekki fara fram úr sér þó þeir vilji styrkja liðið og reyna festa liðið í efstu deild.“ Klippa: Sportið í dag - Ási um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Fjölnir Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ásmundur Arnarson, þjálfari nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segir að Fjölnismenn ætla að sýna ábyrgð í rekstri og horfi frekar innanlands en út fyrir landsteinana í leit að styrkingu. Ásmundur var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi um stöðuna á Fjölnisliðinu sem hefur misst máttarstólpa á borð við Bergsvein Ólafsson, Albert Brynjar Ingason og Rasmus Christiansen frá síðustu leiktíð. „Við höfum verið að horfa í það að við þurfum að styrkja liðið að einhverju leyti og vð höfum verið að reyna það en ekki viljað taka hvað sem er. Það hefur ekkert alveg dottið inn fyrir okkur en við erum enn að reyna,“ sagði Ásmundur og segir markaðinn erfiðari vegna kórónuveirufaraldursins. „Markaðurinn virðist vera erfiðari. Liðin þora ekki alveg að losa úr hópnum sínum eins og þau hefðu gert ella því það er spilað þéttar heldur en áður. Maður skilur það alveg. Líka er þetta pínu óvissa. Liðin eru að halda meira í hópana sína en áður og það er erfiðara að sækja innanlands.“ Ásmundur segir að Fjölnismenn hafi horft hingað til meira á innanlandsmarkaðinn og segir að sækja erlenda leikmenn í þessu ástandi sem nú blasir yfir sé ansi erfitt. En hversu samkeppnishæfir eru Fjölnismenn á markaðnum? „Buddan er mjög góð. Troðfull,“ sagði Ási í léttum tón. „Nei, það hafa ekki verið digrir sjóðir í Fjölni en það sem menn gera, plana og semja um það standa þeir yfirleitt við. Það hefur verið sagan hjá Fjölni. Þeir sýna ábyrgð í rekstrinum og eru sanngjarnir þar. Menn vilja ekki fara fram úr sér þó þeir vilji styrkja liðið og reyna festa liðið í efstu deild.“ Klippa: Sportið í dag - Ási um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Fjölnir Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira