Ríkið viðurkennir brot í málum Byko- og Húsasmiðjumanna og greiðir þeim 11 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:07 Þrír mannanna sem eiga hlut að máli voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira