Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 20:52 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13