Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2020 10:10 Staðan er eins víða um heim. Hlutabréf eru að lækka. Vísir/vilhelm Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20. Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20.
Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00